Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins óskaði eftir því við Hjalta Einarsson, sérfræðing á þjónustuskrifstofu félagsins, að afla gagna í skýrslu um stöðu launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna á árinu 2019.
Skýrslan er nú birt og í henni er leitast við að leggja mat á launaþróun hjá FHSS í samanburði við almenna launaþróun í landinu og hjá Bandalagi háskólamanna. Gögn í skýrsluna voru fengin frá Fjársýslu ríkisins og Hagstofu Íslands.
Stjórn FHSS þakkar Hjalta fyrir vel unnin störf og hvetur félagsmenn til að kynna sér efni skýrslunnar.
Staða-launamála-FHSS-júní-2019 (pdf)