Samantekt á launum félagsmanna mars 2013

Mynd_launasamantekt_2013Í meðfylgjandi skjali eru birtar upplýsingar um þróun launa félagsmanna FHSS milli ára eins og þau voru skráð í marsmánuði 2013 . Á árinu 2012 birti stjórn FHSS laun félagsmanna í marsmánuði fyrir árin 2007 til 2011 og bætist nú við árin 2012 varðandi launavísitölu og mars 2013 varðandi samanburð á launum félagsmanna. Upplýsingarnar eru sóttar úr skrám sem fjármálaráðuneytið afhendir BHM samkvæmt samkomulagi sem undirritað var á árinu 2010. Stjórn FHSS hefur ekki heimild til þess að birta laun félagsmanna sundurliðað eftir ráðuneytum/stofnunum samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins.

Athygli er vakin á því að ekki var hægt að taka tillit til þátta eins og starfsreynslu, menntunar þar sem slíkar upplýsingar koma ekki fram í skrám fjármálaráðuneytisins eða eru illa skráðar. Nauðsynlegt er að hafa slíkar upplýsingar til þess að geta mælt hvort óútskýrður launamunur sé til staðar á milli kynja.

Samantekt launa félagsmanna FHSS mars 2013

Scroll to top