Nýsamþykktar verklagsreglur stjórnar varðandi ársreikninga og reikninga félagsins

Eins og sjá má í fundargerð 43. fundar stjórnar FHSS voru á þeim fundi samþykktar og undirritaðar nýjar verklagsreglur stjórnar í tengslum við ársreikning og reikninga félagsins.

Ársreikningur félagsins er ekki endurskoðaður heldur saminn eftir bókhaldi félagsins og er yfirfarinn og samþykktur af skoðunarmönnum félagsins á aðalfundi á hverju ári. Nýju verklagsreglurnar eru í samræmi við athugasemdir og leiðbeiningar félagslega kjörinna endurskoðenda árin 2015 og 2016. Verklagsreglurnar fara hér á eftir:

  • Framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu og gjaldkeri FHSS skulu að jafnaði vera prókúruhafar á reikningum félagsins.
  • Allir reglubundnir og óreglubundnir reikningar skulu samþykktir og áritaðir með tilurð áður en þeir eru greiddir.
  • Gjaldkeri FHSS staðfestir á a.m.k. þriggja mánaða fresti að þær greiðslur séu í samræmi við samþykktir stjórnar og skuldbindingar félagsins.
  • Allar þóknanir greiðslur til trúnaðarmanna og skoðunarmanna skulu samþykktar af aðalfundi og stjórn og greiðast í gegnum launakerfi.
  • Reikningar skulu greiddir í síðasta lagi á eindaga. Ef misbrestur verður á því skal framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu/gjaldkeri FHSS gera grein fyrir því á næsta reglubundna stjórnarfundi eftir að reikningur kom til greiðslu.
  • Lántaka og skuldbindingar félagsins skulu teknar fyrir á formlegum stjórnarfundi stjórnar FHSS og samþykktar enda séu þær í samræmi við samþykktir aðalfundar félagsins.

Verklagsreglur stjórnar FHSS í tengslum við ársreikning og reikninga félagsins (pdf)

Scroll to top