Mikilvæg baráttumál BHM loksins í höfn

Yfirlýsing frá Bandalagi háskólamanna.
15.4.2020

Bandalag háskólamanna fagnar boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu greiðenda námslána sem kynntar voru í dag. Þær munu koma tugþúsundum Íslendinga til góða, bæði félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem og öðrum sem greiða af námslánum.

BHM hefur árum saman barist fyrir því að dregið verði úr endurgreiðslubyrði námslána og að ábyrgðamannakerfið verði afnumið að fullu. Með þeim breytingum sem ríkisstjórnin hefur nú boðað eru þessi baráttumál loksins í höfn. Kaflaskil hafa orðið í hagsmuna- og réttindabaráttu BHM fyrir félagsmenn.

Boðaðar aðgerðir byggja á tillögum starfhóps forsætisráðherra sem myndaður var að frumkvæði BHM á síðasta ári en hagfræðingur bandalagsins, Georg Brynjarsson, átti sæti í honum.

Hér á vef Stjórnarráðsins má lesa nánar um aðgerðir stjórnvalda.

Scroll to top