Laun stjórnenda hækka um 40%

Hugleiðingar formanns: Í ávarpi Bjarna Benediktssonar í aðdraganda kjarasamninga tók hann skýrt fram að ríkisstarfsmenn ættu að stilla væntingum sínum í hóf vegna stöðu ríkissjóðs og ekki mætti ýta undir verðbólgu. Hólfleg hækkun að mati ráðamanna og Samtaka atvinnulífsins var 2,8%. Eins og kemur berlega í ljós í meðfylgjandi frétt af visir.is á slíkt sannarlega ekki við um stjórnendur á almennum vinnumarkaði. Þorsteinn Víglundsson sagði í viðtali við RUV 29. júlí sl. að það rökstyðji ekki leiðréttingakröfur annarra hópa [innskot s.s. ríkisstarfsmanna] sem hafa í raun hækkað meira en þessi stjórnendahópar. Hann segir að mikilvægt sé að horfa á heildarmyndina þegar rætt sé um launaskrið og á átta ára tímabili hafi heildarlaun verkafólks hækkað meira en heildarlaun stjórnenda.  Hér er ég á annarri skoðun það er enganvegin samanburðarhæft að bera saman meðaltalslaun millistjórnenda uppá 2,2 milljónir á mánuði og laun opinberra starfsmanna sem að meðaltali ná varla fjórðungi af þessari upphæð. Samkvæmt kjarakönnun BHM 2013 voru meðalheildarlaun félagsmanna hjá aðildarfélögum BHM í febrúar 2013 kr. 522.000.  Þegar kemur að því að draga fram lífið af annarsvegar 0,52 m.kr. eða 2.2 m.kr. þá er misjöfnu saman að jafna. Höfum þetta í huga þegar við setjumst aftur við samingaborðið nú á næstu mánuðum, sínum sömu samstöðu og “hófsemd” og stjórnendur.

______________________________________________________________________________________

Sjá nánar í frétt af visir.is 27. júlí 2014 (http://www.visir.is/laun-stjornenda-haekka-um-40-prosent/article/2014140729148)

Linda Blöndal skrifar:

Millistjórnendur hafa nú að meðaltali með 2,2, milljónir í mánaðarlaun og hafa ofurlaun nokkurra stjórnenda hjá DeCode þá verið tekin út úr meðaltalinu.

Forstjórar hækkuðu í launum um 13 prósent og hafa að meðaltali 2,6 milljónir á mánuði. Launatölurnar fást úr skattframtölum og eru fjármagnstekjur ekki teknar með.

Bendir til betri stöðu stóru fyrirtækjanna
Gylfi segir þessar launatölur koma sér á óvart en að þetta bendi til þess að staða stærstu fyrirtækja landsins sé betri en gefið hefur verið upp undanfarið. Meira sé til skiptanna sem þurfi að deila öðruvísi niður.

Launaskrið stjórnenda minni á þensluna fyrir hrun og mun örugglega hafa áhrif á kröfur launþegahreyfinganna í vetur, segir Gylfi.

Hvöttu til hóflegra hækkana
Samtök atvinnulífsins lýstu því yfir í fyrrahaust að samningar þyrftu að vera hóflegir svo hægt væri að hemja verðbólgu og sendu frá sér sjónvarpsauglýsingu þar sem launþegar voru hvattir til að krefjast ekki mikilla hækkana til að verja kaupmátt.

Stjórnendur virðast samkvæmt launatölum Tekjublaðsins þó hafa fjarlægst hinn almenna launamann mikið hvað varðar kaup og kjör. Og virðast tekið til sín skilaboðin sem þeir sendu launafólki landsins þegar kjaraviðræður voru í gangi.

Kemur á óvart
Samtök atvinnulífsins vilja ekki tjá sig um launatölurnar en Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna sagði við fréttastofu Stöðvar tvö í dag að þær kæmu honum á óvart.

Scroll to top