Laun félagsmanna FHSS

Laun félagsmanna
Laun félagsmanna

Í meðfylgjandi skjali eru birtar upplýsingar um þróun launa félagsmanna FHSS milli ára eins og þau voru skráð í marsmánuði. Á árinu 2011 birti stjórn FHSS laun félagsmanna í marsmánuði fyrir árin 2007 til 2010 og bætist nú við árið 2011. Upplýsingarnar eru sóttar úr skrám sem fjármálaráðuneytið afhendir BHM samkvæmt samkomlagi sem undirritað var á árinu 2010. Stjórn FHSS hefur ekki heimild til þess að birta laun félagsmanna sundurliðað eftir ráðuneytum/stofnunum samkvæmt ákvörðun fjármálaráðuneytisins.

Athygli er vakin á því að ekki er hægt að taka tillit til þátta eins og starfsreynslu, menntun og starfsaldur þar sem slíkar upplýsingar koma ekki fram í skrám ráðuneytisins eða eru illa skráðar. Nauðsynlegt er að hafa slíkar upplýsingar til þess að geta mælt hvort óskýrður launamunur sé til staðar á milli kynjanna. Alls voru 402 félagsmenn skráðir í fullu starfi í mars 2011, þar af 225 konur og 178 karlar.

Eins og félagsmönnum er ljóst þá áttu þeir að fá kjaraskerðingu frá 1. janúar 2010 leiðrétta í nóvember 2011. Stjórn FHSS mun því birta nýjar upplýsingar um laun félagsmanna fljótlega þegar síðasti ársfjórðungur 2011 liggur fyrir.

Í skjalinu er jafnframt að finna samanburð á meðallaunum félagsmanna FHSS við önnur félög innan BHM í júní 2011 en taka verður þann samanburð með fyrirvara þar sem ekki er tekið tillit til áðurnefndra þátta. Til upplýsinga er síðan birt laun sérfræðinga innan VR samkvæmt könnun sem VR stóð að í janúar 2011.

Laun félagsmanna (pdf-skjal)

 

Scroll to top