Könnun FHSS um áherslur í komandi kjaraviðræðum

Stjórn FHSS hélt félagsfund þann 27. mars 2019 þar sem kynntar voru niðurstöður kjarakönnunar FHSS sem fram fór fyrr á árinu. Hjalti Einarsson vinnusálfræðingur á þjónustuskrifstofu FHSS vann kynninguna og fór yfir helstu niðurstöður. Góðar umræður spunnust í kjölfarið og hefur stjórn og samninganefnd FHSS haft þær ábendingar sem fram komu, til hliðsjónar við undirbúning kjaraviðræðna. Nú þegar hafa verið haldnir tveir fundir með samninganefnd ríkisins og eru aðilar að þreifa fyrir sér um helstu áherslur. Það er stefna aðila að ljúka samningagerð áður en hefðbundin sumarfrí ganga í garð.

Kynningu Hjalta á fundinum er að finna hér.

Scroll to top