Kjarakönnun BHM var gerð af fyrirtækinu Maskínu í mars-apríl 2013 fyrir aðildarfélög BHM og fjallar um laun félagsmanna stéttarfélaganna og aðra þætti sem tengjast kjörum og starfsumhverfi þeirra.
Litið er á könnunina sem upphafið á langtímaverkefni en markmiðið er að byggja upp gagnagrunn sem gagnast aðildarfélögum og félagsmönnum í kjarabaráttunni. Þessi könnun er talið mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. FHSS er eitt þeirra félaga sem stóð að þessari könnun ásamt öðrum aðildarfélögum BHM. Í fréttabréfi FHSS 3.tbl 2013 er fjallað um helstu niðurstöður könnunarinnar eins og þær snúa að félagsmönnum.
Skýrslu fyrir félagsmenn FHSS má nálgast hér: Kjarakönnun FHSS september 2013.
Kjarakönnunin var gerð á tímabilinu 15. mars til 22. apríl sl. með netkönnun sem send var til félagsmanna. Um 35 spurningar voru í könnuninni. Alls voru 8.858 í þýðinu og af þeim svöruðu 5.212 (58,8%). Svörun meðal félagsmanna FHSS var 57,5%. Meðalaldur FHSS félagsmanna sem tóku þátt í könnunina var 46 ár. Um 60% FHSS svarenda voru konur og 40% karlar.
Heildarskýrslu um kjarakönnun BHM má nálgast hér.