Heildartexti kjarasamnings kominn á vefinn

Tekinn hefur verið saman heildartexti kjarasamnings FHSS og fjármálaráðherra sem í heild gildir frá 1. september 2017. Ein þrettán ár eru síðan síðast var gefinn út heildartexti kjarasamnings þessara aðila, eða í byrjun árs 2005. Í millitíðinni hefur fimm sinnum verið samið um breytingar, viðauka og framlengingar á samningnum og því kominn tími á að setja saman á ný heildartexta. FHSS og kjara- og mannauðssýsla ríkisins í fjármála- og efnahagsráðuneytinu komu að gerð heildartextans.

Heildarsamninginn, ásamt eldri samningi, framlengingum og viðaukum við samninga má finna á vefsíðu Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) um kjara- og stofnanasamninga.

Scroll to top