Greining á launum m.v. febrúar 2013.

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir, hagfræðingur á Þjónustuskrifstofu FHSS, hefur greint gögn úr kjarakönnun BHM 2013 fyrir FHSS og samstarfsfélög þess, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Fræðagarð, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga.

Í eftirfarandi greiningu rýnir höfundur í meðallaun félagsmanna BHM í febrúar 2013 og skoðar þau með sérstöku tilliti vinnuveitenda. Niðurstöðurnar sýna launamun félagsmanna eftir vinnuveitanda og röðun félagsmanna í launaflokka hjá ríki og sveitarfélögum.

Við greininguna notast höfundur við upplýsingar úr kjarakönnun BHM 2013. Svörun í könnuninni var um 60% en félagsmenn 24 aðildarfélaga BHM tóku þátt. Niðurstöður könnunarinnar sýndu meðal annars að meðalheildarlaun félagsmanna í BHM voru kr. 522.000 í febrúar 2013. Þau gögn sem notuð eru til að skoða röðun félagsmanna í launaflokka koma frá Fjársýslu ríkisins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Röðun hjá ríkinu miðast við september 2013 en röðun hjá sveitarfélögum miðast við mars 2012.

Bandalag háskólamanna
Ef skoðuð eru meðalgrunnlaun félagsmanna aðildarfélaga BHM í febrúar 2013 kemur í ljós að launþegar hjá Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum eru með 13-14% lægri grunnlaun en launþegar hjá ríkinu. Einnig má sjá að grunnlaun eru að meðaltali 14,8% hærri hjá launþegum einkafyrirtækja samanborið við launþega hjá ríkinu.

 

Tafla 1. BHM: Launamunur miðað við grunnlaun.BHM: Launamunur miðað við grunnlaun.

Þegar heildarlaun eru skoðuð minnkar launamunur á milli ríkis og einkafyrirtækja töluvert eða um tæplega 8,5%. Meðalheildarlaun eru samkvæmt þessu tæplega 6,4% hærri á almennum markaði heldur en hjá ríkinu. Minnstur munur er á meðalgrunnlaunum og meðalheildarlaunum hjá Reykjavíkurborg en þar munar ennþá rúmum 12% þegar heildarlaun eru skoðuð.

Tafla 2. BHM: Launamunur miðað við heildarlaun.

BHM: Launamunur miðað við heildarlaun.

Röðun í launaflokka hjá ríki
Þegar röðun félagsmanna, sem starfa hjá ríkinu, í launaflokka er skoðuð er notast við færslulýsingar frá Fjársýslu ríkisins síðan í september 2013.

Mynd 1. Fjársýsla ríkisins: Röðun í launaflokka

Fjársýsla ríkisins: Röðun í launaflokka

 

Mynd 2. Fjársýsla ríkisins: Röðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins

Röðun Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins

Scroll to top