Meðfylgjandi eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og reiknivélar sem félagsmenn geta nýtt sér við mat á nýjum kjarasamningi fimm stéttarfélaga við ríkið.
Atkvæðagreiðslan mun standa til klukkan 15:00, föstudaginn 8. nóvember. Maskína rannsóknir mun sjá um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu. Berist atkvæðaseðill ekki í pósti er ráð að kanna hvort hann hafi lent í ruslpóstvörn í tölvupóstforritinu og í kjölfarið leita til þjónustuskrifstofu FHS félaganna í síma 595-5169 eða með tölvupósti á anna@bhm.is.
Um sameiginlega kosningu félaganna fimm er að ræða þar sem einfaldur meirihluti allra greiddra atkvæða í heild ræður því hvort samningurinn er samþykktur eða honum hafnað.
Við viljum hvetja félagsfólk til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni
Gagnlegar upplýsingar:
- Kjarasamningur félaganna fimm við ríkið (https://www.stett.is/static/files/Launatoflur/samningur-fhs-vid-riki-2019.pdf)
- Reiknivél 1 (https://www.stett.is/static/files/Launatoflur/launareiknir-b.html)
- Reiknivél 2 (https://www.stett.is/static/files/Launatoflur/reiknivel2.html)
- Kynningarefni Kjara- og mannauðssýslu ríkisins vegna styttingar vinnuvikunnar (https://www.stett.is/static/files/Launatoflur/fja_stytting-vinnuvikunnar_v7-002-.pdf)
- Algengar spurningar og svör (https://www.stett.is/is/moya/page/algengar-spurningar_1)
- Forsendur lífskjarasamninga ASÍ og SA frá því í vor (https://sa.is/media/26490/lifskjarasamningur-2019-2022.pdf)
- Lög um orlof (https://www.althingi.is/lagas/nuna/1987030.html)
Virðingarfyllst, stjórnin