Fréttir af aðalfundi – lækkuð félagsgjöld, ný stjórn, lagabreytingar

Aðalfundur FHSS var haldinn 21. mars 2018 í Borgartúni 6, kl. 11:30-13:00. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins eins og sjá má í fundargerð fundarins.

Á fundinum var kosið í þrjú af fimm sætum í stjórn eins og gerð er grein fyrir í fundargerð. Stjórn félagsins árið 2018-2019 er því þannig skipuð: Ragnheiður Bóasdóttir formaður, Herdís Helga Schopka, Ólafur Egill Jónsson, Steinar Örn Steinarsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Varamenn í stjórn eru Eiríkur Þorláksson og Sigurður Þór Baldvinsson. Skoðunarmenn reikninga eru Ólöf Kristjánsdóttir og Sigurlaug Ýr Gísladóttir.

Stjórn lagði fram tillögu um lækkun félagsgjalda úr 0,85% af heildarlaunum niður í 0,80% af heildarlaunum. Eftir að móttillaga úr röðum félagsmanna um enn frekari lækkun niður í 0,75% af heildarlaunum var naumlega felld var tillaga stjórnar samþykkt.

Ein tillaga um breytingar á lögum félagsins var lögð fram á fundinum. Samkvæmt tillögunni munu þeir sem veljast til trúnaðarstarfa fyrir félagið geta starfað í fjögur kjörtímabil í stað þriggja. Tillagan var samþykkt samhljóða. Uppfærð lög félagsins verða sett á vefsíðuna innan skamms.

Scroll to top