Frestun aðalfundar FHSS 2020 til hausts

Í ljósi tilmæla frá heilbrigðisráðherra í gær um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarkvaðir frá 4. maí nk. hefur stjórn FHSS ákveðið að fresta aðalfundi FHSS um óákveðinn tíma. Gera má ráð fyrir að ekki verði fundarfært fyrir fjölmenna fundi í eðlilegum aðstæðum fyrr en á haustmánuðum. Upplýsingar þar um verða sendar þegar nær dregur.
Stjórn FHSS óskar félagsfólki og fjölskyldum þess alls hins besta á þessum óvenjulegu tímum.

Scroll to top