Frá samninganefnd FHSS

Ágæta félagsfólk FHSS.

Stjórn FHSS og samninganefnd vill þakka félagsfólki fyrir góða þátttöku á vinnustaðafundum í nóvember og á kynningarfundi 16. desember sl. Einnig er þakkað fyrir þolinmæði gagnvart langvinnum samningaviðræðum, allt frá apríl sl.

Ofangreindir fundir hafa skilað efnivið sem unnið hefur verið með í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Ljóst er að aðstæður í kjarasamningaviðræðum þessi misserin eru afar flóknar og þröngar.

Fundum verður haldið áfram á nýju ári og reynt til þrautar að leysa erfiða hnúta.

Stjórn og samninganefnd FHSS óskar félagsfólki og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári.

Með kveðju fyrir hönd stjórnar og samninganefndar FHSS,
Ragnheiður Bóasdóttir formaður

Scroll to top