Formaður FHSS kjörinn formaður BHM

Friðrik Jónsson, formaður FHSS, var kjörinn formaður BHM til tveggja ára í rafrænni kosningu sem lauk á hádegi í gær, 25. maí. Friðrik tekur við embættinu á aðalfundi BHM sem haldinn verður á morgun, 27. maí. Auk Friðriks var Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga (FÍN), í kjöri til formanns. Hún hlaut 30,5% atkvæða en Friðrik 69,5% atkvæða. Samtals voru 189 aðalfundarfulltrúar á kjörskrá og greiddu 187 þeirra atkvæði. Kosningaþátttaka var því um 99%.

Á aukastjórnarfundi stjórnar FHSS í hádeginu í dag tók varaformaður, Steinar Örn Steinarsson, við formennsku í félaginu. Hann mun gegna þeirri stöðu til næsta aðalfundar.

Scroll to top