Dómur félagsdóms varðandi orlofsrétt

Ágætu félagar FHSS,

Vakin er athygli starfsmanna stjórnarráðsins á eftirfarandi dómi félagsdóms:
Dómur/úrskurður (felagsdomur.is)

Megin niðurstaðan er þessi: allur áunninn orlofsréttur frá því fyrir 1. maí 2020 eykst um 25% sé hann tekinn utan sumarorlofstímans sama hvað, þrátt fyrir ný ákvæði kjarasamnings.
„Viðurkennt er með dómi Félagsdóms að félagsmenn stefnanda, sem starfa hjá ríkinu, eigi rétt til fjórðungs lengingar orlofs vegna orlofs sem tekið er utan sumarorlofstímabils, að því leyti sem þeir höfðu áunnið sér slíkan rétt fyrir gildistöku nýs kjarasamnings milli aðila 1. maí 2020, jafnvel þótt formskilyrði í nýjum kjarasamningi aðila um skriflega beiðni yfirmanns hafi ekki verið uppfyllt.“
Dómurinn er fordæmisgefandi. Nýjar reglur síðasta kjarasamnings eiga því fyrst við um nýja orlofið sem kemur til úttektar frá 1. maí á þessu ári.

Kveðja góð,

Friðrik Jónsson
Formaður FHSS

Scroll to top