Breytingar og framlenging á kjarasamkomulagi samþykkt með naumum meirihluta

Atkvæðagreiðsla um samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins fór fram dagana 9.-16. febrúar á rafrænan hátt. Alls voru 620 manns á kjörskrá. Af þeim greiddu 375 atkvæði eða 60,5%.

Af þeim sem greiddu atkvæði svöruðu 52,3% (196) með “Já, ég samþykki”, 41,3% (155) svöruðu “Nei, ég samþykki ekki” og 6,4% (24) skiluðu auðu.

Samninginn má nálgast hér að neðan:

Samkomulag um kjarasamning FHSS_05022018.

Scroll to top