Aðalfundur FHSS var haldinn 24. mars síðastliðinn, fundurinn var bæði stað- og fjarfundur.
Á fundinum þá fór kjör í stjórn félagsins fram og var settur formaður Steinar Örn Steinarsson kjörinn formaður félagsins til tveggja ára. Þá endurnýjuðu Herdís Helga Sckopka og Benedikt Hallgrímsson umboð sitt sem aðalmenn í stjórn til tveggja ára – í stjórn fyrir eru einnig Jóhanna Norðdahl og Kristján Eiríksson. Þá voru Hugrún R. Hjaltadóttir og Hrafnkell Tumi Kolbeinsson kjörin varamenn í stjórn.
Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundastörf. Skýrsla stjórnar var kynnt, kosið var um lagabreytingar og reikningar félagsins samþykktir.
Nýkjörin formaður og stjórn FHSS þakkar félagsmönnum fyrir traustið sem henni er sýnt og hlakkar til að starfa í þágu félagsmanna næsta árið.