Vinnustaðafundir vegna kjarasamningsviðræðna

Stjórn og samninganefnd FHSS hefur ákveðið að bjóða upp á vinnustaðafundi til að undirbúa næstu lotu í kjarasamningsviðræðum FHSS og SNR. Fundirnir eru hugsaðir til að heyra í félagsfólki um helstu áhersluatriði, rýna ástæður þess að fyrri kjarasamningur var felldur og eiga opið samtal um það sem brennur helst á fólki. Gert er ráð fyrir um klukkustundarfundi á hverjum stað. Á fundinn mæta fulltrúi/fulltrúar frá stjórn og þjónustuskrifstofu félagsins.

Tímasetningar fundanna verða ákveðnar í næstu viku í samráði við trúnaðarmenn á hverri starfsstöð.

Scroll to top