Streymi frá aðalfundi FHSS

Ágæta félagsfólk. Vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að streyma frá aðalfundi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins, sem haldinn verður í dag, fimmtudaginn 17. september klukkan 11:30. Hlekkur á streymið: https://livestream.com/bhm Athugið að streymið opnar ekki fyrr en 11:30. Ekki verður um gagnvirkan fund að ræða svo þeir sem fylgjast með á streyminu geta ekki greitt […]

Aðalfundur FHSS 2020

Ágæta félagsfólk FHSS. Boðað hefur verið til aðalfundar Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins fimmtudaginn 17. september 2020 kl. 11:30-13 á 4. hæð í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Dagskrá aðalfundar 2020: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári. 3. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. […]

Stytting vinnuvikunnar

Félög háskólamenntaðra sérfræðinga hafa samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir hönd sinna félagsmanna. Styttingin skapar félagsmönnum aukið frelsi til að ráðstafa tíma sínum og stuðlar þannig að bættum lífskjörum. Félögin vilja hvetja félagsmenn og stjórnendur til að skipuleggja styttingu vinnuvikunnar sem fyrst og koma á framfæri gagnlegum upplýsingum um hana. Í samningnum eru tímasetningar um það hvenær […]

Yfirlýsing frá stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS)

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) lýsir furðu sinni vegna ákvörðunar mennta- og menningarmálaráðherra að stefna félagsmanni FHSS fyrir dóm til þess að freista þess að hnekkja niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hafi brotið jafnréttislög við skipun í embætti ráðuneytisstjóra. Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla segir að úrskurðir […]

Tilkynning um aðalfund FHSS 2020

Stjórn FHSS hefur tekið ákvörðun um að aðalfundur félagsins 2020 verði haldinn fimmtudaginn 17. september kl. 11:30-13 á 4. hæð í Borgartúni 6. Dagskrá og nánari upplýsingar verða kynntar þegar nær dregur.

Nýr framkvæmdastjóri þjónustuskrifstofu FS

Georg Brynjarsson, hagfræðingur, hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Þjónustuskrifstofu FS. Skrifstofan er þjónustueining sem rekin er af fimm aðildarfélögum BHM. Georg hefur störf þann 1. september næstkomandi. Georg hefur starfað sem hagfræðingur BHM undanfarin sjö ár.

Mikilvæg baráttumál BHM loksins í höfn

Yfirlýsing frá Bandalagi háskólamanna. 15.4.2020 Bandalag háskólamanna fagnar boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu greiðenda námslána sem kynntar voru í dag. Þær munu koma tugþúsundum Íslendinga til góða, bæði félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem og öðrum sem greiða af námslánum. BHM hefur árum saman barist fyrir því að dregið verði úr endurgreiðslubyrði námslána og að ábyrgðamannakerfið verði […]

Frestun aðalfundar FHSS 2020 til hausts

Í ljósi tilmæla frá heilbrigðisráðherra í gær um fjöldatakmarkanir og fjarlægðarkvaðir frá 4. maí nk. hefur stjórn FHSS ákveðið að fresta aðalfundi FHSS um óákveðinn tíma. Gera má ráð fyrir að ekki verði fundarfært fyrir fjölmenna fundi í eðlilegum aðstæðum fyrr en á haustmánuðum. Upplýsingar þar um verða sendar þegar nær dregur. Stjórn FHSS óskar […]

Önnur frestun á aðalfundi FHSS 2020

Í ljósi stöðunnar hefur stjórn FHSS tekið ákvörðun um að fresta aðalfundi 2020 enn frekar. Það er þó auðvitað gert með þeim fyrirvara að komi til enn frekara samkomubanns gæti þurft að færa fundinn enn lengra inn í vorið/sumarið. Boðað er til aðalfundar FHSS 2020 þriðjudaginn 21. apríl kl. 11:30-13 á 4. hæð í Borgartúni […]

Samkomulag samþykkt

Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs dags. 4. febrúar 2020 var samþykkt. Á kjörskrá voru 707 Atkvæði greiddu 435 eða 61,5% Atkvæði féllu þannig: 261 eða 60% samþykktu samninginn 152 eða 34,9% samþykktu ekki samninginn 22 eða 5,1% skiluðu auðu Stjórn og samninganefnd […]

Undirritun samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins

Ágæta félagsfólk. Í dag, þriðjudaginn 4. febrúar 2020, skrifaði Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins undir samkomulag um framlengingu á kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðherra f. h. ríkissjóðs. Samkomulagið gildir til 31. mars 2023. Fyrstu launabreytingar eru afturvirkar til 1. apríl 2019. Samkomulagið fylgir hér í viðhengi. Kynningarfundir verða haldnir sem hér segir: Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 […]

Frá samninganefnd FHSS

Ágæta félagsfólk FHSS. Stjórn FHSS og samninganefnd vill þakka félagsfólki fyrir góða þátttöku á vinnustaðafundum í nóvember og á kynningarfundi 16. desember sl. Einnig er þakkað fyrir þolinmæði gagnvart langvinnum samningaviðræðum, allt frá apríl sl. Ofangreindir fundir hafa skilað efnivið sem unnið hefur verið með í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Ljóst er að aðstæður í […]

Vinnustaðafundir vegna kjarasamningsviðræðna

Stjórn og samninganefnd FHSS hefur ákveðið að bjóða upp á vinnustaðafundi til að undirbúa næstu lotu í kjarasamningsviðræðum FHSS og SNR. Fundirnir eru hugsaðir til að heyra í félagsfólki um helstu áhersluatriði, rýna ástæður þess að fyrri kjarasamningur var felldur og eiga opið samtal um það sem brennur helst á fólki. Gert er ráð fyrir […]

Gagnlegar upplýsingar vegna atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning FHSS og ríkisins

Meðfylgjandi eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og reiknivélar sem félagsmenn geta nýtt sér við mat á nýjum kjarasamningi fimm stéttarfélaga við ríkið. Atkvæðagreiðslan mun standa til klukkan 15:00, föstudaginn 8. nóvember. Maskína rannsóknir mun sjá um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu. Berist atkvæðaseðill ekki í pósti er ráð að kanna hvort hann hafi lent í ruslpóstvörn í tölvupóstforritinu […]

Hlé á kjaraviðræðum í sumar og eingreiðslur

Gert hefur verið hlé á kjaraviðræðum aðildarfélaga BHM, þ.m.t. FHSS, við samninganefnd ríkisins (SNR) fram í ágúst. Kjarasamningar við ríkið losnuðu 1. apríl sl. Í lok júní lagði SNR til að gert yrði hlé á kjaraviðræðum í júlí og að viðræðuáætlanir væru endurskoðaðar með tilliti til þess. Formenn BHM félaganna hafa nú undirritað endurskoðaðar viðræðuáætlanir […]

Verklagsreglur stjórnar FHSS uppfærðar

Uppfærðar verklagsreglur stjórnar FHSS voru samþykktar af stjórn félagsins 7. febrúar sl. Nú hafa uppfærðu verklagsreglurnar verið settar á vef félagsins. Einnig er hægt að skoða þær sem pfd-skjal. Eldri verklagsreglur, samþykktar af stjórn í nóvember 2013, eru aðgengilegar á vefnum á pdf-formi.

Staða launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna 2019

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins óskaði eftir því við Hjalta Einarsson, sérfræðing á þjónustuskrifstofu félagsins, að afla gagna í skýrslu um stöðu launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna á árinu 2019. Skýrslan er nú birt og í henni er leitast við að leggja mat á launaþróun hjá FHSS í samanburði við almenna launaþróun í landinu og […]

Könnun FHSS um áherslur í komandi kjaraviðræðum

Stjórn FHSS hélt félagsfund þann 27. mars 2019 þar sem kynntar voru niðurstöður kjarakönnunar FHSS sem fram fór fyrr á árinu. Hjalti Einarsson vinnusálfræðingur á þjónustuskrifstofu FHSS vann kynninguna og fór yfir helstu niðurstöður. Góðar umræður spunnust í kjölfarið og hefur stjórn og samninganefnd FHSS haft þær ábendingar sem fram komu, til hliðsjónar við undirbúning […]

Heildartexti kjarasamnings kominn á vefinn

Tekinn hefur verið saman heildartexti kjarasamnings FHSS og fjármálaráðherra sem í heild gildir frá 1. september 2017. Ein þrettán ár eru síðan síðast var gefinn út heildartexti kjarasamnings þessara aðila, eða í byrjun árs 2005. Í millitíðinni hefur fimm sinnum verið samið um breytingar, viðauka og framlengingar á samningnum og því kominn tími á að […]

Þóknanir fyrir trúnaðarstörf

Langt er síðan upplýsingar um þóknanir vegna trúnaðarstarfa fyrir félagið voru uppfærðar á heimasíðunni. Þóknunum var síðast breytt á aðalfundi 2015 og er fyrirkomulagið sem þá var samþykkt að finna hér að neðan. Reglur um stjórnarlaun og nefndarlaun_2015 – gildir frá 13. apríl 2015.

Posts navigation

1 2 3 4 7 8 9
Scroll to top