Samkomulag samþykkt

Samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs dags. 4. febrúar 2020 var samþykkt. Á kjörskrá voru 707 Atkvæði greiddu 435 eða 61,5% Atkvæði féllu þannig: 261 eða 60% samþykktu samninginn 152 eða 34,9% samþykktu ekki samninginn 22 eða 5,1% skiluðu auðu Stjórn og samninganefnd […]

Undirritun samkomulags um breytingar og framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins

Ágæta félagsfólk. Í dag, þriðjudaginn 4. febrúar 2020, skrifaði Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins undir samkomulag um framlengingu á kjarasamningi við fjármála- og efnahagsráðherra f. h. ríkissjóðs. Samkomulagið gildir til 31. mars 2023. Fyrstu launabreytingar eru afturvirkar til 1. apríl 2019. Samkomulagið fylgir hér í viðhengi. Kynningarfundir verða haldnir sem hér segir: Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 […]

Frá samninganefnd FHSS

Ágæta félagsfólk FHSS. Stjórn FHSS og samninganefnd vill þakka félagsfólki fyrir góða þátttöku á vinnustaðafundum í nóvember og á kynningarfundi 16. desember sl. Einnig er þakkað fyrir þolinmæði gagnvart langvinnum samningaviðræðum, allt frá apríl sl. Ofangreindir fundir hafa skilað efnivið sem unnið hefur verið með í viðræðum við samninganefnd ríkisins. Ljóst er að aðstæður í […]

Vinnustaðafundir vegna kjarasamningsviðræðna

Stjórn og samninganefnd FHSS hefur ákveðið að bjóða upp á vinnustaðafundi til að undirbúa næstu lotu í kjarasamningsviðræðum FHSS og SNR. Fundirnir eru hugsaðir til að heyra í félagsfólki um helstu áhersluatriði, rýna ástæður þess að fyrri kjarasamningur var felldur og eiga opið samtal um það sem brennur helst á fólki. Gert er ráð fyrir […]

Gagnlegar upplýsingar vegna atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning FHSS og ríkisins

Meðfylgjandi eru ýmsar gagnlegar upplýsingar og reiknivélar sem félagsmenn geta nýtt sér við mat á nýjum kjarasamningi fimm stéttarfélaga við ríkið. Atkvæðagreiðslan mun standa til klukkan 15:00, föstudaginn 8. nóvember. Maskína rannsóknir mun sjá um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu. Berist atkvæðaseðill ekki í pósti er ráð að kanna hvort hann hafi lent í ruslpóstvörn í tölvupóstforritinu […]

Hlé á kjaraviðræðum í sumar og eingreiðslur

Gert hefur verið hlé á kjaraviðræðum aðildarfélaga BHM, þ.m.t. FHSS, við samninganefnd ríkisins (SNR) fram í ágúst. Kjarasamningar við ríkið losnuðu 1. apríl sl. Í lok júní lagði SNR til að gert yrði hlé á kjaraviðræðum í júlí og að viðræðuáætlanir væru endurskoðaðar með tilliti til þess. Formenn BHM félaganna hafa nú undirritað endurskoðaðar viðræðuáætlanir […]

Verklagsreglur stjórnar FHSS uppfærðar

Uppfærðar verklagsreglur stjórnar FHSS voru samþykktar af stjórn félagsins 7. febrúar sl. Nú hafa uppfærðu verklagsreglurnar verið settar á vef félagsins. Einnig er hægt að skoða þær sem pfd-skjal. Eldri verklagsreglur, samþykktar af stjórn í nóvember 2013, eru aðgengilegar á vefnum á pdf-formi.

Staða launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna 2019

Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins óskaði eftir því við Hjalta Einarsson, sérfræðing á þjónustuskrifstofu félagsins, að afla gagna í skýrslu um stöðu launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna á árinu 2019. Skýrslan er nú birt og í henni er leitast við að leggja mat á launaþróun hjá FHSS í samanburði við almenna launaþróun í landinu og […]

Könnun FHSS um áherslur í komandi kjaraviðræðum

Stjórn FHSS hélt félagsfund þann 27. mars 2019 þar sem kynntar voru niðurstöður kjarakönnunar FHSS sem fram fór fyrr á árinu. Hjalti Einarsson vinnusálfræðingur á þjónustuskrifstofu FHSS vann kynninguna og fór yfir helstu niðurstöður. Góðar umræður spunnust í kjölfarið og hefur stjórn og samninganefnd FHSS haft þær ábendingar sem fram komu, til hliðsjónar við undirbúning […]

Heildartexti kjarasamnings kominn á vefinn

Tekinn hefur verið saman heildartexti kjarasamnings FHSS og fjármálaráðherra sem í heild gildir frá 1. september 2017. Ein þrettán ár eru síðan síðast var gefinn út heildartexti kjarasamnings þessara aðila, eða í byrjun árs 2005. Í millitíðinni hefur fimm sinnum verið samið um breytingar, viðauka og framlengingar á samningnum og því kominn tími á að […]

Þóknanir fyrir trúnaðarstörf

Langt er síðan upplýsingar um þóknanir vegna trúnaðarstarfa fyrir félagið voru uppfærðar á heimasíðunni. Þóknunum var síðast breytt á aðalfundi 2015 og er fyrirkomulagið sem þá var samþykkt að finna hér að neðan. Reglur um stjórnarlaun og nefndarlaun_2015 – gildir frá 13. apríl 2015.

Aðalfundur FHSS 2018 – fundarboð

Boðað hefur verið til aðalfundar Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins miðvikudaginn 21. mars 2018 kl. 11:30-13 á 4. hæð í Borgartúni 6, 105 Reykjavík. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Dagskrá aðalfundar 2018: Kosning fundarstjóra og fundarritara. Formaður flytur skýrslu stjórnar um félagsstarfið á liðnu starfsári. Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Lagabreytingar. Ákvörðun um félagsgjald og þóknanir […]

Nýsamþykktar verklagsreglur stjórnar varðandi ársreikninga og reikninga félagsins

Eins og sjá má í fundargerð 43. fundar stjórnar FHSS voru á þeim fundi samþykktar og undirritaðar nýjar verklagsreglur stjórnar í tengslum við ársreikning og reikninga félagsins. Ársreikningur félagsins er ekki endurskoðaður heldur saminn eftir bókhaldi félagsins og er yfirfarinn og samþykktur af skoðunarmönnum félagsins á aðalfundi á hverju ári. Nýju verklagsreglurnar eru í samræmi […]

Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins kynnt

Samkomulag um framlengingu á kjarasamningi FHSS og ríkisins var undirritað mánudaginn 5. febrúar. Samkomulagið er afturvirkt til þess tíma er samningar losnuðu 1. september 2017 og gildir einungis í rétt rúmt ár, til 1. mars 2019. Í samkomulaginu er samið um hækkun launa um 2,21% frá og með 1. september 2017 og um 2,00% frá […]

Nýr stofnanasamningur FHSS og Stjórnarráðsins undirritaður 7. desember sl.

Nýr stofnanasamningur Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands var undirritaður 7. desember 2016. Hann kemur í stað stofnanasamnings frá árinu 2006. Tímabært var að endurskoða stofnanasamninginn og uppfæra til samræmis við breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi Stjórnarráðsins á tímabilinu. Nýr stofnanasamningur tekur mið af gerðardómi frá 14. ágúst 2015 og innifelur m.a. […]

Stjórn FHSS á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis

Stjórn FHSS var boðuð á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis nú fyrr í dag. Formaður FHSS, Ragnheiður Bóasdóttir, og stjórnarkonan Herdís H. Schopka sóttu fundinn fyrir hönd stjórnarinnar. Fundarefnið var frumvarp ríkisstjórnarinnar til breytingar á lögum um kjararáð og umsögn félagsins um boðaðar breytingar. Í frumvarpinu er beinlínis kveðið á um að kjör sendiherra og skrifstofustjóra […]

Framhaldsaðalfundur FHSS 18. maí 2016

Framhaldsaðalfundur FHSS var haldinn 18. maí 2016 í húsnæði BHM í Borgartúni 6. Fyrir fundinum lá svofelld dagskrá: Dagskrá aðalfundar: Ársreikningar félagsins lagðir fram til samþykktar. Önnur mál.   Fundur settur klukkan 11:00 1 . Kosning fundarstjóra og fundarritara. Halldór K. Valdimarsson var kosinn fundarstjóri. Ólafur Egill Jónsson var kosinn ritari. 2.  Ársreikningar félagsins lagðir […]

Posts navigation

1 2 3 4 7 8 9
Scroll to top