Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins óskaði eftir því við Hjalta Einarsson, sérfræðing á þjónustuskrifstofu félagsins, að afla gagna í skýrslu um stöðu launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna á árinu 2019.

Skýrslan er nú birt og í henni er leitast við að leggja mat á launaþróun hjá FHSS í samanburði við almenna launaþróun í landinu og hjá Bandalagi háskólamanna. Gögn í skýrsluna voru fengin frá Fjársýslu ríkisins og Hagstofu Íslands.

Stjórn FHSS þakkar Hjalta fyrir vel unnin störf og hvetur félagsmenn til að kynna sér efni skýrslunnar.

Staða launamála hjá félagsmönnum FHSS í aðdraganda kjarasamninga 2019 (pdf).

Staða launamála hjá FHSS í aðdraganda kjarasamningsviðræðna 2019